Þrír rithöfundar verðlaunaðir
Menningarverðlaun DV fyrir árið 2015 voru veitt við hátíðlega athöfn í Iðnó miðvikudaginn 9. mars síðastliðinn. Verðlaunin eru veitt í átta flokkum í ár auk sérstakra heiðursverðlauna og lesendaverðlauna. Flokkarnir eru tónlist, kvikmyndir, danslist, bókmenntir, fræði, myndlist, arkitektúr og hönnun.
Þrír rithöfundar voru verðlaunaðir að þessu sinni, Linda Vilhjálmsdóttir hlaut verðlaunin í flokki bókmennta fyrir ljóðabókina Frelsi, Þórunn Sigurðardóttir var verðlaunuð í flokki fræða fyrir bókina Heiður og huggun – erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld og skáldið Þorsteinn frá Hamri hlaut heiðursverðlaun forseta Íslands. Þá var Þorleifur Örn Arnarson verðlaunaður í flokki leiklistar fyrir leikstjórn Njálu.



Verðlaunahafar:
Tónlist
Menningarhúsið Mengi við Óðinsgötu
Kvikmyndir
Heimildamyndin Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur
Leiklist
Þorleifur Örn Arnarson fyrir leikstjórn Njálu
Danslist
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir fyrir dans- og tónlistarverkið Milkywhale
Bókmenntir
Linda Vilhjálmsdóttir fyrir ljóðabókina Frelsi.
Fræði
Þórunn Sigurðardóttir fyrir fræðiritið Heiður og huggun – erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld
Myndlist
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Arkitektúr
Orlofshús BHM í Brekkuskógi eftir PK Arkitekta
Hönnun
Jungle Bar.
Lesendaverðlaun dv.is
Stelpur Rokka!
Heiðursverðlaun
Þorsteinn frá Hamri