Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016 voru kynntar á Bókamessunni í Bologna fyrr í dag, bókamessan er stærsta barna- og ungmennabókamessa í Evrópu. Samhliða tilkynningunni í Bologna var athöfn í Norræna húsinu þar sem íslensku höfundarnir sem tilnefndir eru fengu viðurkenningu.
Frá Íslandi eru tilnefnd þau Ragnhildur Hólmgeirsdóttir fyrir bókina Koparborgin og Arnar Már Arngrímsson fyrir bókina Sölvasaga unglings.
Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin þann 1. nóvember í Kaupmannahöfn og hlýtur vinningshafinn 350 þúsund danskar krónur.
Tilnefndar bækur eru eftirfarandi:
Danmörk:
- “Magnolia af Skagerrak“, Bent Haller and Lea Letén (illustrator), Høst & Søn 2015
- “Da Gud var dreng“, Sankt Nielsen and Madam Karrebæk (ill.), Høst & Søn 2015
Frá samíska málsvæðinu
- “Čerbmen Bizi – Girdipilohta“, Marry Ailonieida Somby and Biret Máret Hætta (ill.), Davvi Girji, 2013
Finnland
- “Koira nimeltään Kissa“, Tomi Kontio and Elina Warsta (ill.), picture book, Teos, 2015
- “Dröm om drakar“, Sanna Tahvanainen and Jenny Lucander (ill.), Schildts & Söderströms, 2015
Færeyjar
- “Stríðið um tað góða grasið” , Bárður Oskarsson, Bókadeild Føroya Lærarafelag (BFL), 2012
Grænland
- “Aima qaa schhh!“, Bolatta Silis-Høegh, Milik Publishing, 2014
Ísland
- “Koparborgin“, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Björt, 2015
- “Sölvasaga unglings“, Arnar Már Arngrímsson, Forlaget Sögur, 2015
Noregur
- “Mulegutten“, Øyvind Torseter, Cappelen Damm, 2015
- “Krokodille i treet“, Ragnar Aalbu, Cappelen Damm, 2015
Svíþjóð
- “Ishavspirater“, Frida Nilsson, Natur & Kultur, 2015
- “Iggy 4-ever“, Hanna Gustavsson, Galago, 2015