Quantcast
Channel: Bókmenntaborgin
Viewing all articles
Browse latest Browse all 163

WordSound í fyrsta sinn á Jazzhátíð Reykjavíkur

$
0
0

Einar Kárason og Raddir þjóðar

Föstudagskvöldið 15. ágúst kl. 19 leiða þeir Einar Kárason rithöfundur og tónlistarmennirnir Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson saman hesta sína í Hörpu. Einar leggur til hið talaða mál og mun flytja efni úr Fóstbræðrasögu og skáldsögu sinni Djöflaeyjunni og þeir Sigurður og Pétur leggja til sína sérkennilegu blöndu spunatónlistar og elektróníska útúrsnúninga á gömlum hljóðritunum frá Árnastofnun.

Dagskráin fer fram á ensku og íslensku.

Viðburðurinn er á vegum WordSound, sem ætlað er að kynna íslenskan skáldskap og tónlist fyrir gestum borgarinnar svo og heimamönnum. Inreykjavik.is stendur að WordSound í samvinnu við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

Miðasala er í Hörpu og er hvort sem er hægt að kaupa stakan miða á viðburðinn eða passa á Jazzhátíð.

Sjá nánar um viðburðinn á Facebook síðu Einar and the Voices


Viewing all articles
Browse latest Browse all 163