Leshringir Borgarbókasafns byrja á ný eftir sumarfrí
Með haustinu byrja fastir liðir eins og leshringir Borgarbókasafnsins. Þrír leshringir eru starfandi yfir vetrarmánuðina, hver með sína áherslu, og eru þeir öllum opnir.
Tveir hópanna hittast í aðalsafni og einn í Ársafni og koma þátttakendur saman einu sinni í mánuði.
Leshringurinn Konu- og karlabækur, er í Ársafni, Hraunbæ 119, hittist fyrsta miðvikudag í mánuði og er fyrsti fundurinn miðvikudaginn 3. september kl. 17.15. Á þessum fyrsta fundi verður farið yfir lestrarefni sumarsins. Ef þú vilt vera með í leshringnum sendu þá póst til Jónínu Óskarsdóttur jonina.oskarsdottir@reykjavik.is.
Glæpasöguhringurinn hittist annan fimmtudag í mánuði í aðalsafni, Tryggvagötu 15 og verður því fyrsti fundur vetrarins fimmtudaginn 11. september kl. 17.15. Þá verður bókin Sannleikurinn um mál Harrys Quebert til umræðu. Sendu póst til Ingva Þórs Kormákssonar á netfangið: ingvi.thor.kormaksson@reykjavik.is ef þú hefur áhuga á að taka þátt í leshringnum.
Leshringurinn Gamalt og gott er sjálfstæður leshringur sem hefur aðstöðu í aðalsafni, Tryggvagötu 15 og er hann þriðja fimmtudag í mánuði. Fyrsti fundurinn er fimmtudaginn 18. september kl. 17.15. Þá verður bókin HHhH eftir Laurent Binet tekin fyrir.
Sendu póst til Ingibjargar Ingadóttur á netfangið ingai@simnet.is ef þú hefur áhuga á að taka þátt í leshringnum.
Viltu stofna leshring?
Ef þú hefur áhuga á að stofna leshring en vantar aðstöðu fyir hann býður Borgarbókasafnið fram húsnæði sitt fyrir leshringi á afgreiðslutíma safnsins. Áhugasamir hafi samband við Guðríði Sigurbjörnsdóttur, gudridur.sigurbjornsdottir@reykajvik.is