Quantcast
Channel: Bókmenntaborgin
Viewing all articles
Browse latest Browse all 163

Miðasala hafin á fyrirlestur Amy Tan í Hörpu

$
0
0

Amy Tan í Hörpu 19. september

Amy Tan kemur til Íslands í september og heldur erindi í Silfurbergi í Hörpu sem aðalfyrirlesari ráðstefnunnar Art in Translation. Hún ræðir um lífshlaup sitt og verk föstudaginn 19. september kl. 20 í Silfurbergi í Hörpu. Jafnframt mun hún taka við spurningum úr sal.

Miðasala fer fram á harpa.is og kostar miðinn 2000 krónur.

Ef keyptur er ráðstefnupassi er miði á fyrirlesturinn innifalinn.

Forlagið gefur út bækur Amy Tan á íslensku og verða þær til sölu fyrir framan Silfurberg fyrir og eftir viðburðinn og mun höfundurinn árita bækurnar að erindinu loknu.

Það eru Norræna húsið, Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi, Reykjavík bókmenntaborg
UNESCO og Konfúsíusarstofnun Norðurljós sem styðja við heimsókn Amy Tan til Íslands.

Art in Translation

Art in Translation er spennandi alþjóðleg ráðstefna sem nú er haldin í Reykjavík í þriðja sinn. Það eru Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Manitoba, auk Norræna hússins, sem standa að ráðstefnunni. Art in Translation í Norræna húsinu og Háskóla Íslands, 18.-20. september 2014.

Ráðstefnuna sækja listamenn og fræðimenn frá ýmsum löndum og fjalla um listir og ritlist frá ótal sjónarhornum, en þema ráðstefnunnar að þessu sinni er listin að vera á milli (The Art of Being In Between).

Aðalfyrirlesarinn í ár er Amy Tan, höfundur bókanna Leikur hlæjandi láns og Kona eldhúsguðsins.
Aðrir lykilfyrirlesarar eru Roger Allen (sérsvið: arabískar bókmenntir og þýðingar), Matthew Rubery (sérsvið: lestrarvenjur, hljóðbækur, blindraletur) og David Spurr (sérsvið: samanburðarbókmenntir, m.a. með áherslu á arkitektúr í bókmenntum).

Listamannaþríeyki, sem samanstendur af Bjarka Bragasyni, Claudiu Hausfeld og Hildigunni Birgisdóttur, mun flytja opnunarerindi ráðstefnunnar fimmtudaginn 18. september. Fjallar það um skilgreiningar á eiginleikum hluta og ólíkar leiðir til að rannsaka stað. Verk þeirra er hægt að sjá í Hverfisgalleríi (www.hverfisgalleri.is) til 4. október 2014.

Erindin á ráðstefnunni eru afar fjölbreytt og fara fram í mörgum málstofum. Fjallað verður um tónlist, teiknimyndasögur, bíómyndir, videólist, myndlist og gjörningalist, bókmenntir og náttúru á breiðum grunni auk þess sem hægt verður að sjá listgjörninga.

Á meðal erinda mætti nefna umfjöllun um Múmínálfana, erindi um persónu Sögu Norén í norrænu spennuþáttunum Brúnni og samanburð á kvikmynd Wim Wenders, Wings of Desire, og ljóðum Rainers Maria Rilke. Dagskrána má nálgast á vef ráðstefnunnar, artintranslation.hi.is. Þar er einnig að finna upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 163