Quantcast
Channel: Bókmenntaborgin
Viewing all articles
Browse latest Browse all 163

Aðrir heimar – einnar nætur leshringur

$
0
0

Schulz, Lem og Mrożek

Viltu taka þátt í örstuttum og spennandi leshring um furðuheima á Lestrarhátíð í Bókmenntaborg nú í október? Olga Holownia mun kynna þrjá pólska höfunda fyrir reykvískum lesendum, en það eru þeir Bruno Schulz, Stanisław Lem og Sławomir Mrożek.

Þátttakendur fá eina smásögu eftir hvern höfund (á íslensku eða ensku eftir eigin vali) senda í tölvupósti ásamt stuttri kynningu og umræðupunktum.  Hópurinn hittist síðan eina kvöldstund í aðalsafni Borgarbókasafns í Tryggvagötu, fimmtudaginn 23. október kl. 20 – 22, til að spjalla um sögurnar og fá nánari kynningu á þeim og höfundunum hjá Olgu. Umræðurnar verða á íslensku og ensku.

Lestrarhátíð 2014 er helguð smásögum og örsögum undir heitinu Tími fyrir sögu. Einn angi hátíðarinnar verður kynning á pólskum smásögum.

Skráðu þig með því að senda okkur póst á bokmenntaborgin@reykjavik.is.

Þrír pólskir smásagnahöfundar og þrír ólíkir furðuheimar

Bruno Schulz (1892-1942) skapaði einkennilegan draumaheim bæði í myndum sínum og smásögum. „Þessar bækur láta ekki mikið yfir sér, tvö stutt smásagnasöfn, en innan spjalda opnast heimar, eða sýn til heima sem við fáum ekki að sjá annarsstaðar“, segir Gyrðir Elíasson um verk Schulz.

Annars konar heim má finna í heimspekilegum smásögum meistara vísindaskáldskaparins, Stanisław Lem (1921-2006) þar sem óviðjafnanlegri fræðikunnáttu fylgir alltaf lúmskur húmor.

Aðeins svartari húmor einkennir satírískar smásögur Sławomir Mrożek (1930-2013). Þær lýsa heimi þar sem fáránleikinn er hluti hins daglega lífs.

Ómögulegir drekar, fljúgandi fílar, Krókódílastrætið og margt fleira verður til umræðu í þessum leshring um aðra heima.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 163